Fyrir þá sem vilja virkilega breyta til...

Ertu að glíma við streitu í kjölfar álags í vinnu, skilnaðar, veikinda, eða vanmáttar að gera þær breytingar sem þig dreymir um, þá er þetta námskeið fyrir þig. Við hittumst einu sinni í viku í litlum hóp 1,5 tíma í senn á fimmtudögum  í sjö skipti og byrjar námskeiðið þann 25.febrúar kl. 19.30. Innifalið er einkatími á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu kenni ég leiðir til að takast á við streitu, losa um tilfinningalega spennu, heilun og jákvæðar hugsunarvenjur. Ég kenni einnig  hvernig hægt er að nota sjálfsdáleiðslu til að vinna sig áfram að settu marki. Hver og einn fær síðan æfingar til að vinna með á milli námskeiða.

Verð með einkatíma er 30.000 kr.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að hver og einn finni leiðir fyrir sig og tengjast þeim heilunarmætti sem hugur og líkami býr yfir.

Aðeins um mig sem held námskeiðið.

Ég heiti Gunnhildur Heiða og  er menntaður  fjölskyldumeðferðarfræðingur og starfa að mestu sem slík, auk þess að vera með Dip.Ch., CPTF., ST Cert í dáleiðslu og  með klíníska dáleiðslu.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mig á heimasíðu Vinunar www.vinun.is  undir „Um Vinun“.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is