Námskeið í Núvitund (mindfulness) og sjálfsdáleiðslu
Núvitund og sjálfsdáleiðsla í markmiðssetningu og daglegu lífi.
Á námskeiðinu verður kenndar aðferðir núvitunar (mindfulness) og m.a. farið í aðferðir sem kölluð er google aðferðin. Einnig verða kenndar aðferðir við sjálfsdáleiðslu. En sjálfsdáleiðsla er talin ein öflugasta leiðin til að ná árangri, styrkja sjálfsmyndina og losa um neikvæðar tilfinningar sem oftar en ekki standa í vegi fyrir velgengni.
Hugmyndir fólks um sjálft sig segir til um árangur og allt of oft stoppar framtakssemi vegna neikvæðra hugmynda og afsakana eins og að hafa ekki fengið nægilegan stuðning í æsku, ekki nægu sjálfstrausti, kvíða, depurð eða ótta við mistök og svo frv.
Þessa innri togstreitu er hægt að vinna bug á með því að læra að beita til þess réttum aðferðum. Þeim aðferðum verður farið í á námskeiðinu.
Að stjórna innra samtali með aðferðum núvitundar, nýta sér sjálfsdáleiðslu til að vekja upp innri styrk eru leiðir til framsækni og árangurs.
Námskeiðin eru tveir tímar í senn og hefst fyrra kl.16.00 mánudaginn 30. janúar og síðara 2.febrúar kl.14.00, fjögur skipti.
Verð 45.000 kr. og er einkatími innifalinn.
Skráning og upplýsingar á g.heida@mmedia.is og í síma 578-9800 á skrifstofutíma.