smá saga úr vinnu okkar

Ilmurinn í eldhúsinu er svo lokkandi....

Ég fer stundum til hennar Stínu og elda fyrir hana. Í gær þegar ég stóð við eldavélina og hún níræð konan sat eins og unglingur í sófanum og las Moggann, segir allt í einu „ilmurinn,.. ég verð bara svöng“ .............

Að fá matar ilminn úr sínu eigin eldhúsi, smá pottaglamur og uppvask, það er eitthvað heimilislegt og gott við það. Ekki skemmir fyrir að eiga samtal, hlæja smá, heyra sjálfan sig segja frá öllum litlu sögunum og sigrunum í lífinu. Það eru sögurnar sem minna mann á hver maður er og  þá verður líka svo miklu auðveldara að sætta sig við verki hér og þar, það er nokkuð sem ég hef  lært á því að umgangast eldri borgara.

 Eldri borgara  eins og Stínu sem gera grín af verkjunum í hnjánum sem að hennar sögn hafa  gert sitt gagn og veitt henni ómælda gleði í gegnum árin.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is