þjónusta við eldri borgara
Við erum býsna lagin að elda. Veistu, að matur eldaður heima í eldhúsi af alúð og kærleika skilar sér í bættri heilsu. Þjónusta okkar byrjaði 2007 og síðan þá höfum við verið að fara heim til fólks og aðstoða. Við veitum fjölbreytta þjónustu og sníðum hverja heimsókn að ósk hvers og eins. Til að gefa þér smá innsýn í þjónustu okkar þá aðstoðum við með heimilisverkin og líka að skottast út í búð. Við förum með þeim sem það vilja í verslunarferðir, til læknis þegar við á eða bara í gönguferðir. Maður er manns gaman og lífið er núna og þá er að fá þá aðstoð sem til þarf til að njóta augnabliksins og vera til.