Stuðningur heim

Stuðningur heim eflir færni til sjálfshjálpar og getur þannig fækkað veikindatilfellum og óþarfa dvöl á sjúkrastofnunum.

Heimilið er yndislegur staður að búa á, tákn sjálfsmyndar, félagslegrar stöðu og öryggis. Við hjá Vinun aðstoðum fólk að njóta  þess öryggis sem heimilið hefur upp á að bjóða þrátt fyrir að færni sé farin að skerðast. Það gerum við með því að veita alhliða góða þjónustu byggða á þörfum hvers og eins fyrir stuðningi.

Félagsleg örvun og aðstoð við það að komast að heiman og sinna erindum utan heimils eða fá aðstoð inni á heimilinu, veitir gleði og upplifun fyrir frelsi og öryggi. Starfsmenn okkar hafa góða  þjónustulund og búa yfir félagslegri færni og getu til að mæta fólki í mismunandi aðstæðum.

 Þjónustan heim styrkir fólk  bæði líkamlega og andlega og kemur þannig í veg fyrir óþarfa vanmátt en í dag er vitað að vanmáttur ýtir undir þunglyndi, kvíða og líkamlega vanlíðan.

Hvort sem færni til sjálfshjálpar hefur skerst vegna öldrunar eða veikinda er hver og einn einstaklingur dýrmætur hlekkur í félagslegu neti stórfjölskyldunnar. Eldri einstaklingar innan fjölskyldunnar búa yfir reynslu sem áratugirnir hafa kennt þeim sem mikilvægt er að þeir sem yngri eru hafi kost á að njóta.  Góður stuðningur heim getur því verið þýðingar mikill til að viðhalda jafnvægi og virkni innan stórfjölskyldunnar.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is