Svíf þú inn í svefninn

Æfing sem hjálpar þér að svífa inn í svefninn...

Þegar þú hefur lagst út af og búin að koma þér vel fyrir, skaltu byrja á því að draga andann djúpt að þér og halda honum inni meðan þú telur upp að tíu og slepptu, gerðu þetta a.m.k. þrisvar sinnum. Finndu hvernig líkami þinn fyllist af lofti og hvernig loftið þrengir sig inn í höfuð, háls, axlirnar, bakið og niður eftir öllum líkamanum. Þegar þú andar frá þér leyfðu þér þá að finna fyrir léttinum sem fylgir því að gefa eftir. 

Þegar þú ert búin að þessu skaltu anda rólega að þér og frá, einbeittu þér um stund að önduninni, hvernig þú andar að þér og frá, finndu fyrir hrynjandanum sem er í önduninni. Þegar þarna er komið skaltu ímynda þér að þú sér að ganga eftir strönd og sjáðu og hlustaðu eftir öldunum sem koma að og falla frá, þessari  jöfnu bylgjukenndu hreyfingu hafsins sem hefur sama jafna taktin og öndunin þín.

Leyfðu þér að upplifa þessa hreyfingu, þessa jöfnu bylgjukenndu rólegu hreyfingu þegar aldan kemur að og fellur frá. Leyfðu þér að vera þarna á gangi og finndu hvernig þessi þægilega jafna bylgjukennda hreyfingu losar um huga þinn og líkama. Hvernig  þessi taktfasta hreyfing öldunnar og öndunar þinnar losar líkamann og hann verður léttari og léttari.

 Hafir þú einhverjar áhyggjur, leyfðu þeim þá að hreyfast í takt með öndun þinni og öldunni sem fellur að og frá og finndu hvernig losnar um þær og leyfðu þeim að fljóta frá þér, án þess að hugsa um þær, treystu því bara, að með því að leyfa þeim að fylgja hreyfingunni  losnar um þær og leyfðu þeim að fljóta frá þér. Leyfðu þeim að fylgja hreyfingunni, þessari bylgjukenndu jöfnu hreyfingu og með því færast þær frá þér á æðra plan, til almættisins sem skoðar þær fyrir þig, raðar þeim aftur niður á viðráðanlegt plan og afhendir þér þær aftur næsta morgun.

Ef maður vill hafa æfinguna aðeins einfaldari þá er alltaf hægt að ímynda sér að maðaur sé út á túni, sléttu miklu engi og þar er fjöldinn allur af kindum, bæði svartar, hvítar og flekkóttar og þú átt að telja allar hvítu sem eru a.m.k. langt yfir hundrað, þess vegna 200 og geta verið fleiri allt upp í 1000.

Með því að einbeita sér að því að telja og flokka þær hvítu frá ertu upptekin og annað víkur frá á meðan og áður en þú veist af hefur þú svifið inn í svefninn.

Gott ráð

Upp á svefn að gera er mikilvægt að það sé a.m.k. hálf tími liðin síðan þú varst að horfa á sjónvarp, í tölvunni eða nota símann. Áður en farið er upp í rúm að passa að það sé slökkt á símanum svo þú sért ekki í viðbragðsstöðu með að fylgjast með sms eða hringingu, einnig  gott að sleppa kaffi eftir kl. 16.00 á daginn.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is