Úthaf alsnægtar

Þessi æfing er yndisleg og nauðsynleg núna þegar við viljum geta notið þess að vera til og finna fyrir nýjum möguleikum og leyfa draumum okkar að rætast.

Ég ímynda mér að ég standi á sjávarströnd og horfi út yfir hafið. Ég gef mér tíma til að njóta þess að horfa á sjóinn, finna fyrir léttri og þægilegri sjávargolunni, ferskleikanum og sjávarlyktinni. Ég gef mér tíma til að slaka á og hugsa um að hafið geymi allar þær allsnægtir sem mér standa til boða. Ég gef mér góðan tíma til að upplifa þessa víðáttu og óendanlega gnægð sem hafið býr yfir og gef ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ég leyfi mér að hugsa um það að það skipti engu máli hvaða ílát ég eða aðrir í kringum mig koma með og ausa í handa sér, það sé og er og verður nóg til handa okkur öllum. Það er ekki hægt að þurrausa hafið. Þess vegna get ég leyft mér að njóta þess að vegna vel, hafa það gott og njóta þess sem mig langar í og byggja upp í kringum mig af því að nóg er til handa öllum.

Eftir að vera búin að njóta þessarar tilfinningar um stund geng ég inn í daginn með notalega tilfinningu um óendanlega gnægð alheimsins og þeirra allsnægta sem umvefja mig og alla þá möguleika sem mig dreymir um.

Þessi æfing er tekin úr bók Louse L. Hay og heitir „Hjálpaðu sjálfum þér".


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is