Þjónusta

Þjónusta okkar byggir á heimaþjónustu, félagslegri liðveislu, vinnu með börn og unglinga, fjölskyldumeðferð/ráðgjöf og samtalsmeðferð með dáleiðslu. Samhliða erum við námskeið sem við auglýsum sérstaklega hverju sinni undir liðnum námskeið neðar á síðunni. Kynntu þér málin nánar undir hverjum lið fyrir sig á heimasíðunni. Hér undir þessum lið kynnum við þjónustu okkar sem felur í sér stuðninginn heim og stuðning við félagslegar athafnir og almenna ráðgjöf.

Heimaþjónusta

Stuðninginn heim.

Stuðningurinn heim er fyrir alla aldurshópa og hvern þann sem þarfnast aðstoðar við daglegar athafnir.

Stuðningurinn felst í að aðstoða þegar færni til athafna skerðist og koma inn þar sem viðkomandi er staddur hverju sinni, hvort sem aðstoðin snýr að heimilinu eða utan heimilis.

Kynntu þér nánar þjónustu okkar með því að hafa samband í síma 578-9800 og panta tíma hjá ráðgjafa eða í gegnum tölvupóst vinun@vinun.is

Félagsleg liðveisla

Félagastuðningur

Hvað er félagsleg liðveisla? Félagsleg liðveisla er þjónusta sem hugsuð er til að rjúfa félagslega einangrun fólks á öllum aldri, bæði barna, unglinga og fullorðinna einstaklinga.

Við kjósum að tala um þjónustu okkar sem félagastuðning því henni er ætlað að veita stuðning á forsendum þess sem þarfnast þjónustunnar, hvort sem það er til að njóta félagsskapar og stuðnings heima við eða létta sér sporin utan heimilis.

Þjónustan byggir á lausnum og móttó okkar er að ekkert verkefni og engin mál eru þess eðlis að ekki sé hægt að gera þau betri og aðlaga þannig að þau bæti líf fólks. Kynntu þér málin hjá ráðgjafa okkar í síma 578-9800 eða með tölvupósti vinun@vinun.is

Ráðgjöf

Gott er að panta ráðgjöf og fá sér góðan kaffibolla og finna út úr því með ráðgjafa hvað geti hentað og hvernig ber að snúa sér þegar aðstæður eru orðnar þannig að þörf er á aðstoð.

Engir tveir einstaklingur er eins og því er og verður þjónusta til hvers og eins einstaklingsbundin og fer eftir því hvað hver og einn þarf hverju sinni.

Við leggjum okkur fram að veita vandaða og ódýra þjónustu með hag hvers og eins að leiðarljósi. Við vitum að það er misjafnt hvað mikið er í buddunni þrátt fyrir að þörf sé á þjónustu. Með það í huga aðstoðum við hvern og einn. Við hvetjum því fólk að koma í ráðgjöf og leita lausna með mál sín.

Áskriftaleiðir

Kynntu þér málin nánar með því að panta tíma í síma 578-9800 eða með því að senda tölvupóst á vinun@vinun.is


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is