Fjölskylduráðgjöf

Fjölskylduráðgjöf er viðtalsmeðferð sem lítur að fjölskyldunni, parasambandinu og einstaklingum sem vilja bæta samskipti sín við aðra og ná betra sambandi við sjálfan sig.

Fjölskyldan er vítt hugtak því engin er eyland og öll tilheyrum við öðrum. Við getum búið ein en verið samt fjölskylda, móðir, faðir, amma, afi, systir, bróðir, frænka, frændi og svo frv.

Ástæður þess að fólk býr eitt geta verið margvíslegar, val viðkomandi, makamissir, skilnaður.  En öll eru við samt fjölskylda og fjölskylduráðgjöf eða fjölskyldumeðferð nær til hvers og eins sem vill bæta samskipti sín, takast á við sjálfan sig og styrkja eigin líðan og færni sem manneskja.

Í öllum samböndum og samskiptum manna á milli koma upp vandamál, sumum sópum við undir teppið, öðrum stöldrum við og vinnum á.

Fjölskyldumeðferð eða ráðgjöf getur oft gert gæfumuninn með að vinna á farsælan hátt úr málum sem upp koma.

Við áföll hvort sem þau eru vegna veikinda, skilnaðar eða makamissis getur oftar en ekki verið gott að leyfa sér að ræða málin og vinna úr þeim tilfinningum sem fylgja áföllum. Tilfinningaleg vanlíðan, streita, kvíði eða þunglyndi getur komið út síðar meir sem líkamleg veikindi ef við hlúum ekki að okkur og losum um streitu sem oftar en ekki fylgja áföllum.

Við förum til tannlæknis þegar við fáum tannpínu, okkur dettur ekki annað í hug, leitum læknis ef við slösum okkur líkamlega en við höfum tilhneigingu til að sópa dýpra inn í líkama okkar tilfinningalegum þáttum sem eru óáþreifanlegir eða þar til þeir koma fram í líkamlegum einkennum.

Tilfinningalegir erfiðleikar  blokka lífsflæðið og gleðina, látum það ekki gerast, finnum leið til að njóta okkar með þeim sem við elskum, þá stund sem okkur hefur verið gefin með þessu lífi og leitum leiða til að vera hamingjusöm.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is