Um Vinun

Í öllu okkar starfi leggjum við áherslu á einstaklinginn sem hluta af stærri heild sem er fjölskyldan og nærumhverfið. Það skiptir því máli að taka ábyrgð á líðan sinni og búa sem best um hag sinn því við höfum öll áhrif á það hvernig öðrum líður í kringum okkur.

Við hjá Vinun erum ráðagóð, við kunnum líka að hlusta og saman getum við fundið farsæla leið svo öllum geti liðið vel.

Í forsvari fyrir Vinun er Gunnhildur Heiða

Aðeins um mig.

Ég er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur og vinn með pör, hjón og fjölskyldur. Ég er með Dip.Ch.,CPTF., ST Cert í dáleiðslu og nám í klínískri dáleiðslu. Ég vinn talsvert með dáleiðslu í starfi mínu.

Í grunnin er ég Leikskólakennari með framhaldsmenntun í Uppeldis- og Menntunarfræðum með áherslu á Þroskaþjálfun. Fötlunarfræði frá H.Í. og Kynjafræði (gender studies).  Ég er með tveggja ára námi í  Lífeflissálfræði (psycho cintesis) og námskeið í Heilun, Yoga og Hugleiðslu sem ég hef sótt bæði hér heima og erlendis, auk fjölda námskeiða í vinnu með börnum og foreldrum.

Ég hef margra ára reynslu í vinnu með börnum, unglingum og einstaklingum með þroskafrávik og langveikum. Ég hef góða þekkingu og reynslu á því að setja upp stuðningsnet fyrir fjölskyldur og veita ráðgjöf tengdum áföllum.

Í meðferðarvinnu með einstaklinga og einnig á námskeiðum hef ég kosið að blanda saman hefðbundinni samtalsmeðferð og meðferðardáleiðslu, eftir því hvað við á hverju sinni.

Ég er með námskeið reglulega í gangi þar sem ég kenni leiðir að vinna með streitu og tengjast eigið innsæi sem ég tel afar mikilvægt. Á sama námskeiði kenni ég hvernig hægt er að nota sjálfsdáleiðslu til að styrkja sig og ná árangri.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is