Hver andardráttur er líf

Hver andardráttur er líf

Líkami og hugur þarfnast gott súrefnisflæðis til að viðhalda vörnum líkamans og andlegt jafnvægi. Góð öndun viðheldur betri svefn og eftir góðan nætursvefn erum við endurnærð og tilbúin að takast á við daglegar áskoranir.

Það er tilhneiging hjá mörgum að anda grunnt, anda það sem kallað er brjóstholsöndun en með því er verið að skammta sér súrefni og orku inn í líkamann. Grunn öndun veldur streitu tilfinningu í líkamanum á meðan djúp öndun eykur öryggiskennd og vellíðan.  Öndun hefur þannig mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan. Rannsóknir sína að streita veldur breytingum á heilastarfseminni og hefur skaðleg áhrif á stoðkerfið.

Rannsóknir sýna að grunn öndun byrjar strax á barnsaldri. Grunn öndun tengist ósjálfráðum viðbrögðum líkamans að verja sig gagnvart aðfinnslum, óöryggi og öðru neiðkvæðu áreiti í umhverfinu. Ef neikvætt áreiti er til lengri tíma venst líkaminn á það að anda grunnt til að hlífa sér. Það þarf ekki að hafa verið ofbeldi, vanræksla eða að viðkomandi hafi átt erfiða æsku, heldur meira vörn líkamans við að taka inn áreiti sem erfitt er að höndla og hugurinn veit ekki hvernig hann á að vinna úr. Þetta verður eins og „á“ og „af“ takki sem endar á að viðkomandi er yfir höfuð farin að anda of grunnt og þannig ekki að taka inn það súrefni sem þarf til að viðhalda eðlilegu jafnvægi í líkama og huga.

Það er aldrei of seint að þjálfa upp rétta öndun og ég set fram nokkrar vel valdar æfingar til þess. Gott er að minna sig á að meðan maður gerir öndunaræfingar er verið að róa huga og tilfinningar og endurnæra allt líkamskerfið. 

Heildaröndun

Standið eða setjið bein og andið hægt og rólega að ykkur gegnum nefið og fyllið lungun af súrefni. Gott er að halda við kviðinn og finna öndunina fara vel niður í kviðinn og færa svo loftið upp í neðri hluta lungnanna og síðan alveg upp í efsta hluta lungnanna, lyfta um leið örlítið öxlum. Halda smá stund.

Það má líka telja í huganum upp í átta og halda upp í átta og anda rólega frá sér og telja upp að tíu. Við útöndun að draga örlítið kviðinn inn og hjálpa þannig til við að tæma lungun.

Gott að gera nokkrum sinnum í einu.

Hreinsunaröndun

Hreinsunaröndun hreinsar lungun, styrkir frumurnar og er orkugefandi.

Beitið heildaröndun í innöndun og þegar þið andið frá ykkur að setja stút á varirnar og blásið loftið út í litlum skömmtum, stoppa á milli. Anda hægt og rólega að sér (heildaröndun), halda og anda frá sér með því að blása kröftuglega en samt  í skömmtum.

Endurtaka nokkrum sinnum.

 

Styrking lungnablaðranna

Standið bein og hendur niður með síðum, andið hægt og rólega að ykkur og núna í smá skömmtum og klappið létt með fingurgómum á brjóstkassann meðan þið andið að ykkur. Haldið loftinu inni smá stund og haldið áfram að klappa létt á bringuna.

Andið frá kröftuglega og líka hér í smá skömmtum með stút á vörum eins og í hreinsunaröndun.

Lungnablöðrurnar verða oft óstarfhæfar vegna ófullkominnar öndunar. Þessi æfing styrkir þær og hjálpar til við að virkja þær aftur ef þær starfa ekki rétt.

Eykur blóðflæði og er styrkjandi fyrir allan líkamann.

 

Örfum blóðrásina með öndun

Standið bein og andið heildaröndun þ.e. andið vel inn í neðri og efri hluta lungnanna. Hallið ykkur fram, grípið um stólbak eða stöng (eins getið þið hallað ykkur fram og myndað grip með höndunum). Látið kraft í gripið. Farið svo í upphafsstöðu og andið frá ykkur rólega. Endurtakið nokkrum sinnum og endið á hreinsunaröndun.

Þessi æfing eflir blóðrásina og er mikilvæg til að auka súrefnismagn lungnanna.

 

Jafnvægis öndunaræfing

Standið bein, upprétt höfuð og horfið fram, axlir aftur, beinir fætur og hendur niður með síðum.

Rísið hægt upp á tábergið og andið að ykkur hægt og rólega eins og í heildaröndun, þ.e. fyllið neðri hluta lungnanna með því að nota þindina. Síðan að þrýsta bringunni fram og fá loftið upp í lungun, halda í smá stund, áður en andað er frá sér og farið í upphafsstöðu.

Andið þá hreinsunaröndun og endurtakið nokkrum sinnum sem er að anda hægt og rólega að sér. Halda og anda svo frá sér smá lofti í einu með því að gefa frá sér  kröftugt hljóð við útöndun, þar til allt loft er búið.

Þessa æfingu er líka upplagt að gera á öðrum fæti til skiptis og efla þannig jafnvægisskynið.

Gangi ykkur vel

 

 



 


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is